Hvers vegna þessi flýtir?

Hvers vegna er verið að flýta sér að skrifa undir Icesave. Er þrælslundin svo mikil í þessum mönnum á þingi. Ef ég fengi einhverju ráðið myndi ég ekki ræða við breta fyrr en þessum hryðjuverkalögum væri aflétt. Ísland er eina landið í hinum vestræna heimi sem hefur fengið á sig hryðjuverkalög og hafa þó bankar verið að falla út um allt. Það er alveg ótrúlegt að þessi ríkisstjórn sé að ræða um EU á sama tima og heimilin í landinu eru að falla og að við höfum hryðjuverkalög hangandi yfir okkur. Hafði nú litla trú á jóhönnu og hennar liði en steingrímur og hans lið oj. Manni sýnist nú að VG sé nú bara orðin deild i samspillingunni. Er hægt að brjóta fleiri kosningarloforð. Að skrifa undir Icesave núna er einfaldlega ekki rétt að gera. Aðrir hlutir eiga að hafa forgang. Að fá breta til þess að aflétta þessum ólögum er þar framarlega en Icesave á botninum. Getum vel látið AGS bíða enda minnstur hluti heildar lánsins frá þeim. 


mbl.is Lausn Icesave ekki forsenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Vil bæta við þetta hjá þér Hörður.  Við eigum ekki að semja við Breta fyrr en í fyrsta lagi eftir að Gordon Brown er kominn frá völdum.

Tómas Ibsen Halldórsson, 11.6.2009 kl. 13:09

2 Smámynd: Hörður Valdimarsson

Ég er alveg sammála þér Tómas en er hræddur um að þessi dusilmenni skrifi undir þessa óáran. Ótrúlegt að við séum eina landið í heiminum sem hefur orðið fyrir þessu.

Hörður Valdimarsson, 11.6.2009 kl. 13:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband