Fjórir og hálfur mán. síðan ég hætti að reykja.

Jæja nú er ég búinn að standa mig í fjóran og hálfan mánuð í reykleysinu eða í sama tíma og í fyrra. Verð að viðurkenna að þetta er hunderfitt ennþá er þó staðfastur í að hætta núna ætla sko ekki að ganga í gegnum þessa martröð aftur. Mig langar ekki beinlínis til að reykja heldur eru það frákvarfseinkennin sem koma inn á milli og vara frá nokkrum tímum til nokkurra daga, maður fær þó pásu á milli. Gæti sennileg komið í veg fyrir þessi frákvarfseinkenni með því að nota plástur erð tyggja gúmmi en ætla að prufa þetta aftur "the hard way"

Þessi frákvarfseinkenni byrja alltaf eins þ.e. fyrst á morgnanna hellist drullan upp úr manni og svo þegar líður á dagin koma einkenninn sem lísa sér sem: náladofi í höfði, þrýstingur hluta höfuðsins á mismunandi stöðum, svitaköst, skjálfti, kuldahrollur, hella fyrir eyrum.............Í einu orði sagt fellur maður svolítið út.

Er ánægður að vera hættur þrátt fyrir mótgang enda fyrrverandi stórreikinga maður sem reykti 4 pakka á dag. Sérfræðingarnir segja að maður geti talið sig ex reykingarmann þegar eitt ár er liðið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hætti í mörg ár og á þeim tíma var ekki svo erfitt að hætta.  Fór að fikta fyrir 10 árum og mikið var bilað að byrja aftur.  Er meira eitur í tóbakinu í dag en var á árum áður, ég held það. 

Nú er ég hættur aftur, ekki mjög auðvelt, en skal takast. 

Baráttukveðjur. 

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 10:20

2 Smámynd: Hörður Valdimarsson

Takk fyrir það. Hef heyrt að tóbaksfyrirtækin hafi byrjað að bæta nikotíni út í tóbakið eftir 1990. Staðráðin í að hætta. Þetta er jafn erfitt núna og það var í fyrra. Örugt að ég fer ekki aftur í gegn um þetta helvíti. Vona að þér gangi líka sem best.

Hörður Valdimarsson, 14.5.2009 kl. 11:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband