13.6.2009 | 16:23
Hvernig með skuldabréf með veði í eignum Landsbankans.
Eignir Landsbankans hljóta að hafa verið veðsettar fyrir skuldbindingum Landsbankans þar með talið skuldum landsbankans í skuldabréfum. Það er eitt að veitts verði að bráðabirgða lögunum fyrir Íslenskum dómstólum. Ég held að breskir dómsstólar taki öðruvísi á þessum málum. Er það víst að breskir dómsstólar taki mark á þessari breytingu laganna á kröfuröð? Lögin hafa ekkert gildi í bretlandi þ.a. málsókn þar á hendur landsbankanum gæti orðið óþægileg. Verður hægt að sækja Landsbankann fyrir breskum dómsstólum vegna eigna í bretlandi? Verð að viðurkenna að ég efast um að tryggingarsjóðurinn fái andvirði allra þessara eigna. Sömuleiðis óttast ég að það verði allt vaðandi í lögsóknum eftir að frystingu verður aflétt. Ef hægt verður að höfða mál fyrir breskum dómstólum verður vandamálið Þríþætt:
- Duga eignirnar fyrir skuldum?
- Fellur andvirði af sölunni í tryggingarsjóð innlána?
- Lögin standast ekki fyrir íslenskum dómsstólum og því fær tryggingarsjóður ekki andvirði sölunnar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.