Af hverju þessa lausu enda?

 Er að velta fyrir mér af hverju menn innan fjármála eftirlitskerfisins velja endalaust lausa enda í stað þess að leysa málin. Ég og margir aðrir hafa efasemdir um það hvort Spron hefði átt að fara á hausinn. Velta má eftirfarandi fyrir sér.

  1. Stjórn og framkvæmdastjóri Spron halda því fram að stjórnvöld fari með rangfærslur í    yfirlýsingum um Spron, þetta er gert í opnu bréfi í morgunblaðinu. Þessu hefur hvergi verið svarað og stjórnvöld þegja þunnu hljóði. Skrítið.
  2. 35 stórir erlendir kröfuhafar undra sig á hvernig haldið var á málum Spron og lýsa yfir óánægju yfir þessu. Enn þegja stjórnvöld þunnu hljóði.
  3. Davíð Oddson sagði á landsfundi að þessi gjörningur væri ólöglegur og að ríkið eigi eftir að fá á sig málssókn vega þessa. Seðlabanka stjóri verður allt í einu skoffín og enginn telur hann svara verðan. Kannski skiljanlegt.

Það er skrítið að Spron hefur unnið saman með seðlabanka og fjármálaeftirliti seinasta árið. Þessar eftirlitsstofnanir hljóta því að þekkja innviði Spron mjög vel. Hvers vegna geta þá ekki þessar eftirlitsstofnanir kveðið alla gagnrýni í kútinn og lokað einhverjum málum sem eru að valda tillits bresti á Íslandi. Þetta mætti gera t.d. svona:

  1. Eigið fé Spron er eftirfarandi …… og eiginfjárhlutfall ,,,,,,
  2. Við tilfærslu á 20 prósent hlut ríkisins á eiginfé eins og það var 2007 verða þessir hlutir eftirfarandi,,,,,,,,,,
  3. Við niðurfellingu á 21 prósent skuldum erlendra lánadrottna verður þetta svona,,,,,,,,

Að ofangreindu verður því séð að ekki stóð til að bjarga Spron eða Ups við kúkuðum aftur upp á bak.

Að öðru leiti vil ég endurtaka það sem ég hef áður skrifað. Erlendir lánadrottnar hafa ítrekað sett síg í samband við stjórnvöld með það að markmiði að reyna að leysa vandamál Spron. Þessi 21 prósent niðurfelling skulda var ekkert sem var endanlegt. Íslensk stjórnvöld hafa í engu svarað þessum aðilum sem hlýtur að þykja undarlegt sér í lagi þar sem þessir aðilar eiga nánast öll krónubréf á Íslandi. Þá er eftirmálinn á milli Kaupþings og MP Banka líka svolítið sérkennilegur.

Var ekki tilgangurinn einfaldlega að gera innstæðu eigendur Spron upptæka og ná fram hagkvæmni stórreksturs í Kaupþing Banka. Eitt er víst þessir erlendu lánadrottnar eru æfir. Ég er sannfærður um að hluti falls krónunnar undanfarna daga stafar af þessu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband